Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kokteilkeppni í kvöld á veitingastaðnum Loftið
Í kvöld verður kokteilkeppnin og hefst hún klukkan 19:00 á hinum margrómaða veitingastað Loftið. Fjöldi barþjóna hefur verið boðinn þáttaka og hlýtur sigurvegari ferð til Svíðþjóðar til að etja kappi við bestu barþjóna norður Evrópu.
Aðalefnishluti í keppninni er Absolut ELYX ásamt öðrum ,,handcraft“ hráefnum sem keppendur eru hvattir til að nota og búa til sín eigin íblöndunarefni eða rekjanlega vöru eins og hunang, marmelaði, sultur, ávexti, sýróp, líkjöra ofl.
Þetta er krefjandi keppni fyrir barþjóna, því áður en þeir stíga innfyrir barborðið á Loftinu kl 19.00 og blanda 2 drykki þá verða þeir búnir að taka skriflegt próf um sögu Absolut og kokteila ásamt því að að finna út með blindsmökkun 10 áfengistegundir, segir í fréttatilkynningu.
Dómarar verða þau Tómas Kristjánsson forseti barþjónaklúbbs Íslands, Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari, Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir á vinotek.is og Ólafur Örn Ólafsson sem verður einnig kynnir kvöldsins.
Mynd: úr safni
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






