Viðtöl, örfréttir & frumraun
GOTT opnar aftur eftir vetrarlokun og framkvæmdir
Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum opnaði í vikunni aftur eftir vetrarlokun og framkvæmdir.
“Við skiptum á öllu utaná húsinu, nýtt bárujárn, skyggni og gerðum nýtt skilti með lýsingu. Svo er alltaf eitthvað sem þarf að ditta að inni, mála og lægfæra.“
Sagði Berglind Sigmars eigandi veitingastaðarins GOTT í samtali við veitingageirinn.is.
„Breyttum aðeins í fremri salnum hjá okkur og settum bekk þar svipað og við erum með fyrir innan þar sem bakið er sett saman úr útsaumi eftir íslenskar konur.“
Sagði Berglind.
GOTT verður 10 ára nú í maí og er matseðillinn samansettur af “the best of” eða uppáhalds réttunum síðustu 10 ára ásamt einhverju nýju og spennandi.
Þau hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason matreiðslumeistari hafa verið dugleg að fara til Ítalíu síðustu ár, en dóttir þeirra er í námi á Ítalí. Sigurður lærði að gera alvöru ítalskan gelato ís og er núna allur ís gerður á GOTT.
Það nýjasta er alvöru ítölsk pastavél og þvi aðeins auðveldara fyrir Sigurð að gera ferskt pasta fyrir alla pastarétti staðarins. GOTT leggur leggur mikla áherslu á að gestum finnst gaman að koma á GOTT og skemmtilegir drykkir á barnum hafa verið að fá athygli.
„Við erum með þónokkuð af skemmtilegum listaverkum og handverki inná staðnum. Èg hef verið að vinna listaverk úr litlum leikföngum sem má sjá inná www.toyart.is og má sjá einhver eftirprent af þeim verkum á veggjunum inná GOTT.
Við erum bara mjög spennt fyrir vorinu og komandi sumri og ánægð að vera búin að opna aftur. Hlökkum til að taka á móti gestum.“
Sagði Berglind að lokum.
Nýr matseðill
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita