Íslandsmót barþjóna
Brand Ambassador frá Jim Beam kemur til landsins af tilefni Reykjavík Cocktail weekend
Jonatan Östblom-Smedje er sendiherra fyrir hönd Jim Beam á norðurlöndunum og er hann sá fyrsti til að gegna þessari stöðu á vegum fyrirtækissins.
Jonatan er 34 ára gamall og á farsælan feril að baki á mörgum af flottustu börum Svíþjóðar. Meðfram barvinnunni stundaði Jonatan háskólanám.
Það var svo áhugi hans á sögu sem fékk hann til að sökkva sér dýpra inn í fagið.
Saga norður Ameríku er líklega sú saga sem mest áhrif hefur haft á heiminn síðustu 300 ár, saga þeirra er bæði heillandi og áhugaverð
, segir Jonatan. Þessi áhugi hans varð til þess að hann fór að lesa sér til um áfengisiðnaðinn í Ameríku og sögu hans í gegnum styrjaldir og áfengisbannið sem flestir þekkja.
Í dag er Jonatan búsettur í Stokkhólmi. Starfinu fylgir mikið af ferðalögum um hin norðurlöndin þar sem hann heldur námskeið og fyrirlestra um Jim Beam Bourbon fyrir fagmenn jafnt sem áhugamenn um viskí og kokkteila en kokkteilmenningu sem er á hraðri uppleið í heiminum í dag.
Ég hef einnig haft þau forréttindi að fá að ferðast mikið um Bandaríkin og þá sérstaklega um þau svæði sem bourbon viskí framleiðendur eru staðsettir eins og í Loretto og Kentucky
, er haft eftir Jonatan. Jim Beam á mikið af verðugum keppinautum á svæðinu og hefur Jonatan einnig eytt miklum tíma hjá þeim til að auka þekkingu sína enn frekar.
Þetta er sérstakur hluti af Bandaríkjunum
, segir Jonatan,
og hafa þessar ferðir mínar verið þær bestu og fróðlegustu sem ég hef farið enda hin sanna gamla Ameríka.
Í tilefni af Reykjavik Cocktail weekend 2014 mun Jonatan halda sérstakt Jim Beam bourbon Master Class námskeið á Slippbarnum, laugardaginn 15. febrúar kl. 12-14 og seinna námskeiðið verður kl. 15-17 á sama stað.
Skráning fer fram í gegnum netfangið [email protected] og hvetjum við fólk til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka