Markaðurinn
Fosshótel Vestfirðir óskar eftir að ráða öflugan yfirkokk
Fosshótel Vestfirðir óskar eftir að ráða öflugan yfirkokk til að sjá um rekstur eldhúss hótelsins. Yfirkokkur stýrir daglegum rekstri eldhússins og leiðir hóp starfsmanna og ber ábyrgð á hagkvæmum rekstri og velferð með ánægju starfsmanna og gesta að leiðarljósi.
Starfsvið
- Fagleg stjórnun, skipulagning og framkvæmd í eldhúsinu
- Matreiðsla, bakstur og framsetning
- Matseðlagerð fyrir veitingastað og hópa í samráði við hótelstjóra
- Sér til þess að veitingar standist gæðakröfur
- Ber ábyrgð á frágangi og geymslu á matvælum
- Ábyrgð á eftirliti með hreinlæti, GÁMES
- Umsjón með kostnaðareftirliti og verð- og framlegðarútreikninga framleiðslunnar
Hæfniskröfur
- Menntun sem tengist starfi æskileg
- Talsverð reynsla af sambærilegum störfum skilyrði
- Töluverð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Mikil krafa um frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur
Húsnæði er í boði á staðnum
Vestfirðir eru þekktir fyrir stórbrotið landslag og ósnortna náttúru. Fosshótel Vestfirðir er fallega innréttað og glæsilegt þriggja stjörnu hótel á Patreksfirði. Þaðan er stutt í stórkostlegar náttúruperlur eins og Látrabjarg, Rauðasand og fossinn Dynjanda.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







