Bocuse d´Or
Ekran nýr bakhjarl Bocuse d’Or Akademíu Íslands

F.v. Bjarni Bjarkason, sölu- og þjónustustjóri Ekrunnar, Hildur Erla Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Ekrunnar, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, keppandi Íslands í Bocuse d’Or, Sigurjón Bragi Geirsson þjálfari og Daníel Jón Ómarsson, sölufulltrúi Ekrunnar.
Ekran kynnir með stolti nýjan samstarfssamning við Bocuse d’Or Akademíu Íslands til tveggja ára. Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppir fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or Europe í Þrándheimi dagana 19. – 20. mars 2024.
Sindri var Kokkur ársins 2023 og hefur verið meðlimur Kokkalandsliðs Íslands á árunum 2018 – 2022. Sigurjón Bragi Geirsson, keppandi Íslands árið 2023, er þjálfari hans. Aðstoðamaður Sindra verður Hinrik Örn Halldórsson.
Aðspurðir segjast þeir vera mjög spenntir fyrir komandi vikum og gríðarlega þakklátir fyrir stuðning Ekrunnar.
„Því betra sem baklandið er, því líklegra er að við náum árangri“
bætir Sindri við.
Ekran er hjartanlega sammála og við hlökkum mikið til að fylgjast með Sindra og Hinrik við undirbúning og í keppninni sjálfri.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





