Uppskriftir
Uppskrift – Rófur og ananas
Rófur eru hreint frábærar í matargerð, bakaðar, soðnar, hráar og svona mætti lengi telja. Upphefjum rófurnar! Hér kemur ein uppskrift sem er sívinsæl og er meðlæti fyrir sex.
Innihald:
- 50 ml olía
- 1-2 laukar, smátt saxaðir
- 2 rófur, u.þ.b. 500 g, skrældar og skornar í fingurbreiða bita
- 150 g ananas, kaupi niðurskorinn
- 1 msk. hunang, agave eða það sætuefni sem passar þér og til er í skápnum
- 4 msk. tómatsósa, íslenska sósan
- 200 ml pastasósa, íslenska sósan
- 1 msk. sítrónusafi
- 200 ml appelsínusafi
- 2 tsk. gróft salt
- 1 tsk. svartur pipar
- 1 msk. lífræn sojasósa
- 1 smátt saxaður hvítlauksgeiri
- 2 msk. engifersafi
- 1 pakki basilíka
Aðferð:
Hita skal olíuna, steikja lauk og hvítlauk létt, bæta rófum saman við og halda áfram að steikja. Setja krydd, sósur og safa út í, lækka undir og láta malla í 30 mín. Að lokum er ananasnum bætt við og skreytt með basilíkulaufum.
Höfundur er Helga Mogensen
Aðsend uppskrift frá íslenskum gulrófnabændum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var