Markaðurinn
Alvöru súkkulaðibollakökur með sætu eftirbragði
Það er fátt sem gleður meira heldur en ilmurinn af nýbökuðum kræsingum sem leika við bragðlaukana og færa okkur þannig í átt að hinni einu sönnu hátíðar stemningu. Og í hinn eina sanna jólabakstur dugar auðvitað ekkert annað en alvöru suðusúkkulaði.
Í bollaköku jólatrjánum leikur Síríus suðusúkkulaði stórt hlutverk en það hefur verið hluti af hátíðarbakstri þjóðarinnar í 90 ár, enda hefur uppskriftin að því haldist óbreytt allan þann tíma.
En það eru ekki bara bragðlaukarnir sem njóta góðs af þessari dýrlegu uppskrift því allt Síríus súkkulaði er vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnið í súkkulaðið er ræktað á ábyrgan hátt með sjálfbærni að leiðarljósi.
Við getum þannig verið örugg um að það var ræktað við mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki jarðar, þetta er eitthvað sem gæti verið vert að hafa í huga við jólabaksturinn sem ætti jafnvel að smakkast enn betur fyrir vikið.
Hér er svo uppskriftin að bollakökunum ómótstæðilegu, þar sem bragðið af suðusúkkulaðinu fær að njóta sín til fulls í bland við dásamlegt smjörkremið. Verði ykkur að góðu.
Fjöldi 12 stykki
Hráefni
Súkkulaðibollakökur
- 160 g Síríus suðusúkkulaði
- 40 g Síríus kakóduft
- 110 ml uppáhellt kaffi (við stofuhita)
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 70 ml matarolía
- 120 g hveiti
- 120 g sykur
- 1⁄2 tsk. salt
- 1 tsk. matarsódi
Smjörkrem og skreyting
- 280 g smjör (við stofuhita)
- 500 g flórsykur
- 100 ml rjómi
- 3 tsk. vanilludropar
- 1⁄4 tsk. salt
- Grænn matarlitur
- Síríus súkkulaðiperlur
- Flórsykur (til að sigta yfir)
Súkkulaðibollakökur
- Hitið ofninn í 175°C.
- Bræðið suðusúkkulaði og setjið í hrærivélarskál ásamt kakó og kaffi og blandið vel.
- Þeytið eggin, bætið vanilludropum og matarolíu saman við og setjið út í súkkulaðiblönduna. Hrærið saman.
- Setjið hveiti, sykur, salt og matarsóda í skál og blandið saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.
- Skiptið niður í 12 bollakökuform og bakið í um 20 mínútur.
Smjörkrem og skreyting
- Þeytið smjörið eitt og sér þar til það verður létt í sér.
- Bætið flórsykri og rjóma saman við í nokkrum skömmtum á víxl og hrærið vel á milli.
- Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið áfram vel.
- Setjið matarlit saman við, hrærið og skafið niður nokkrum sinnum þar til þið náið þeim litatón sem óskað er eftir.
- Setjið kremið í sprautupoka og sprautið jólatré. Gott er að hafa neðstu stjörnuna breiðasta og síðan hinar alltaf aðeins minni og minni til að mynda jólatré.
- Skreytið með súkkulaðiperlum hér og þar og sigtið flórsykur yfir hvert tré sem snjó.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum