Keppni
Deividas Deltuvas hreppti titilinn Hraðasti barþjónn Íslands
Keppnin um hraðasta barþjóninn fór fram samhliða Aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands og var hún haldin í samstarfi við Mekka Wines & Spirits á Sæta Svíninu 21. nóvember síðastliðinn og var fullt út úr dyrum!
Sjá einnig: Mikil gróska í íslenskri barmenningu – Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands
Hlaut þar sigurvegarinn veglegan bikar, fljótandi veigar og ferðainneign að andvirði 50.000kr.
30 keppendur skráðu sig til leiks sem er metskráning og þurftu þeir að útbúa 2 fernet branca skot, hella 2 Peroni bjórum og framreiða 1 hristan Bacardi Daiquiri á sem skemmstum tíma. 4 hröðustu komust í úrslit en þeir voru Martin Martin Cabejšek frá Vinnustofu Kjarvals, Aron Elí frá Punk, Jón Helgi Guðmundsson frá Sushi Social og Deividas Deltuvas frá Sæta Svíninu.
- Dómari kvöldins, Elna María
- Kynnir Kvöldsins
- Deividas fagnar sigrinum vel og innilega
Úrslitin fóru svo fram í formi útsláttarkeppni þar sem tveir duttu út og komust þar með 2 keppendur í ofur-úrslit. Martin Cabejšek og Deividas Deltuvas kepptu um bikarinn þar sem Deividas sló út Martin og þar með endaði Deividas Deltuvas sem sigurvegari og hlaut þannig titilinn Hraðasti Barþjónninn. Hér má svo sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.
Myndir tók Ómar Vilhelmsson

-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata