Uppskriftir
Súkkulaðibitakökur
250 g smjörlíki
225 g sykur
225 g púðursykur
2 egg
475 g hveiti
1 tsk. natron
400 g niðurbrytjað suðusúkkulaði
Aðferð:
Mjúku smjörlíki, sykri, púðursykri, eggjum, hveiti, natroni og niðurbrytjuðu suðusúkkulaði er blandað í skál og hnoðað vel saman.
Þegar deigið er orðið þétt er það mótað í rúllur og sett í kæli í 3-4 klst. Rúllurnar eru teknar úr kæli og skornar í 1/2 sm þykkar sneiðar sem er komið fyrir á smjörpappír eða á smurða bökunarplötu.
Gætið þess að raða þeim ekki of þétt því þá vilja þær festast saman. Bakist við 180°C í 8-12 mínútur.
Höfundur er Guðni Hólm, bakari

-
Keppni12 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata