Uppskriftir
Heimagerð Alioli dressing
Líka góð á salöt og kartöflur
1 stk. bökunarkartafla
1 stk. eggjarauða
1 tsk. dijon sinnep
1 stk. hvítlauksgeiri
100 ml olía
2 tsk. salt
1 tsk. pipar
Aðferð:
- Hægt er að nota soðna eða bakaða kartöflu.
- Kartafla, eggjarauða, dijon sinnep, hvítlaukur og smá salt sett saman í matvinnsluvél og maukað saman.
- Gott er að setja örlítið vatn út í til að þynna.
- Bætið olíunni rólega saman við blönduna.
- Passa að sósan verði ekki of þykk, því þá skilur hún sig.
- Að lokum er sósan bragðbætt með salti og pipar.
- Einnig er hægt að setja allskyns krydd út í t.d. basilíku, timían, saffran.
Höfundur er Steinar Þór Þorfinnsson matreiðslumeistari. Uppskrift þessi var birt í bæklingnum Næring og mataræði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður