Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hrefna Sætran gefur út matreiðslubók fyrir krakka á öllum aldri
„Loksins get ég sagt ykkur frá nýju bókinni minni.“
Skrifar Hrefna Sætran matreiðslumaður á Instagram.
Þar segir Hrefna frá að hún hafi verið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár eða alveg frá því að börnin hennar byrjuðu að hringja í hana í vinnuna og segja henni að það væri ekki til neitt að borða heima og þau væru að deyja úr hungri.
„Ég alveg dauð vorkenndi þeim að þurfa vera heima með engan mat og sá þau fyrir mér sveltandi en svo þegar ég kom heim og sá allan matinn sem var til vorkenndi ég þeim að kunna ekki að búa sér neitt til úr honum.
Svo ég ákvað að skrifa matreiðslubók fyrir krakka á öllum aldri og var svo heppin að fá með mér besta teymið til að láta þetta allt verða að veruleika.“
Hrefnu fannst erfitt að setja niður hvaða aldur það er því þetta tengist svo áhuga og getu hvers einstaklings. Sum byrja ung að aðstoða heima í eldhúsinu og eru mjög sjálfstæð á meðan önnur byrja ekkert að spá í þessu fyrr en þau eru jafnvel fluttir að heiman.
Bókin skiptist í kaflana á morgnana, í skólann, eftir skóla, á æfingu, á kvöldin og um helgar.
Í bókinni er mikið af litlum punktum um næringu, hráefni og fleira sem tengist því að elda og borða.
Bókina prýða svo afar girnilegar ljósmyndir eftir Björn Árnason.
Bókin kemur til landsins í næstu viku en það er hægt að forpanta hana á glænýju heimasíðunni hennar Hrefnu á vefslóðinni hrefnasaetran.is og svo verður hún til sölu í öllum verslunum Krónunnar um land allt.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita