Frétt
Brasserie Askur skiptir um eigendur – Færustu matreiðslumenn landsins byggja á gömlum gildum
Hinn sögufrægi og rótgróni veitingastaður Askur á Suðurlandsbraut hefur skipt um eigendur. Það eru matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum sem leiða nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem mun stýra daglegum rekstri veitingastaðarins, og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar.
“Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina.”
segir Hinrik Örn Lárusson.
60 ára samfleytt rekstrarsaga heldur áfram
Veitingastaðinn Ask á Suðurlandsbraut þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum enda hafa allflestir á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af 60 ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum 40 árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni.
“Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum.
Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður. Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði.
Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður,”
bætir Hinrik við.
Íslendingar geta svo að sjálfsögðu áfram stólað á hlaðborðið í hádeginu og vinsæla steikarhlaðborðið á sunnudögum.
Vefsíða Brasseri Asks: www.askur.is
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu







