Markaðurinn
Engjaþykkni og Nóa Kropp eru nýjasta par landsins
Loksins, loksins getum við sagt frá skemmtilegu samstarfsverkefni MS og Nóa Síríus en þessi tvö rótgrónu íslensku fyrirtæki hafa tekið sig saman og sett á markað nýja vöru sem aðeins verður á markaði í takmarkaðan tíma. Engjaþykkni með Nóa smá Kroppi inniheldur dúnmjúka og dásamlega vanillujógúrt með litlum, stökkum súkkulaði kornkúlum en um er að ræða fyrstu sérútgáfuna af Engjaþykkni og var Nóa smá Kroppið sérstaklega framleitt fyrir hana.
„Við höfum beðið spennt eftir að setja þessa ljúffengu vöru á markað en Engjaþykkni með Nóa smá Kroppi verður án efa eftirlætis eftirréttur margra í haust,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri hjá MS.
„Vöruþróunin gekk vel og smakkfundirnir voru vel sóttir,“
segir Halldóra með bros á vör og bætir við að báðum aðilum hafi þótt einstaklega gaman að sjá umbúðirnar taka á sig mynd og vörumerkin tvö tvinnast saman á svona litríkan og skemmtilegan hátt.
Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að samstarfið komi á afar skemmtilegum tímapunkti:
„Í ár fögnum við fjörutíu ára afmæli Nóa Kropps og því er sérstaklega gaman að fara með þetta klassíska vörumerki á nýjar slóðir í samstarfi við Engjaþykkni, annað rótgróið og sívinsælt vörumerki.“
Við vonum að landsmenn taki þessari skemmtilegu nýjung vel og leyfi sér smá eftirrétt við fyrsta tækifæri.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin