Markaðurinn
Engjaþykkni og Nóa Kropp eru nýjasta par landsins
Loksins, loksins getum við sagt frá skemmtilegu samstarfsverkefni MS og Nóa Síríus en þessi tvö rótgrónu íslensku fyrirtæki hafa tekið sig saman og sett á markað nýja vöru sem aðeins verður á markaði í takmarkaðan tíma. Engjaþykkni með Nóa smá Kroppi inniheldur dúnmjúka og dásamlega vanillujógúrt með litlum, stökkum súkkulaði kornkúlum en um er að ræða fyrstu sérútgáfuna af Engjaþykkni og var Nóa smá Kroppið sérstaklega framleitt fyrir hana.
„Við höfum beðið spennt eftir að setja þessa ljúffengu vöru á markað en Engjaþykkni með Nóa smá Kroppi verður án efa eftirlætis eftirréttur margra í haust,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri hjá MS.
„Vöruþróunin gekk vel og smakkfundirnir voru vel sóttir,“
segir Halldóra með bros á vör og bætir við að báðum aðilum hafi þótt einstaklega gaman að sjá umbúðirnar taka á sig mynd og vörumerkin tvö tvinnast saman á svona litríkan og skemmtilegan hátt.
Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að samstarfið komi á afar skemmtilegum tímapunkti:
„Í ár fögnum við fjörutíu ára afmæli Nóa Kropps og því er sérstaklega gaman að fara með þetta klassíska vörumerki á nýjar slóðir í samstarfi við Engjaþykkni, annað rótgróið og sívinsælt vörumerki.“
Við vonum að landsmenn taki þessari skemmtilegu nýjung vel og leyfi sér smá eftirrétt við fyrsta tækifæri.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu







