Markaðurinn
Opna Dineout mótið 2023 fór vel fram – Myndaveisla
Frábær þátttaka og mikil gleði var á Opna Dineout mótinu sem fór fram á Hlíðavelli hjá Gólfklúbbi Mosfellsbæjar sl laugardag. Yfir 220 manns mættu til leiks og veðrið lék við keppendur! Um er að ræða eitt glæsilegasta golfmót landsins en töluvert færri komust að en vildu og var uppbókað á mótið aðeins 3 dögum eftir að skráning opnaði.
- Veglegir vinningar voru í boði
Vinningaskráin var stórglæsileg meðal annars gjafabréf frá Icelandair, skartgripir frá Vera design, gjafakörfur frá Ó.J&K-ÍSAM , vínflöskur frá Globus, golfvörur frá Prósjoppunni, vínflöskur frá Mekka, rútur af Víking Lite / Collab / Gull / Coke, og JBL hátalarar frá Advania. Svo var fjöldinn af gjafabréfum á flotta veitingastaði meðal annars frá Sjávargrillinu,Apótekið, Matarkjallaranum, Fiskmarkaðnum, Monkeys, Nauthól, Brass, Bragganum, Blik Bistró og Tapas barinn.
Vinningshafar í fyrstu þremur sætum á mótinu urðu eftirfarandi:
1. sæti – Davíð Stefán Guðmundsson og Guðmundur Sigmarsson. 58 högg, (betri á seinni 9)
2. sæti – Jóhann Gunnar Þórarinsson og Guðlaugur Hrafn Ólafsson. 58 högg.
3. sæti – Elías Bóasson og Jón Arnar Jónsson. 59 högg.
Dineout óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Blik Bistró fyrir gott samstarf.
Dineout teymið hlakkar til endurtaka mótið að ári sem mun fara fram 10. ágúst 2024.

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025