Viðtöl, örfréttir & frumraun
500 manna skötuveisla – Safnaðist tæp 8 milljónir – Myndir
„Við erum 500 manns sem gengum glöð í bragði af Skötumessunni út í júlínóttina eftir ótrúlegt kvöld.“
Skrifar Ásmundur Friðriksson þingmaður og einn af skipuleggjendum á facebook, en hin árlega Skötumessa var haldin í Gerðaskóla Garði 19. júlí sl.
Boðið var upp á skötu, saltfisk, plokkfisk, hamsatólg og margt fleira.
Ágóði af sölu, sem var 7.720.000, fór í eftirfarandi styrki:
Samhjálp, Björgin, Nes, Miðstöð Símenntunar, Víðir svo fátt eitt sé nefnt. Á skemmtidagskrá Skötukvöldsins komu fram; Davíð og Óskar, Páll Rúnar Pálsson, Jón Ragnar Ríkharðsson, Guðni Einarsson ræðumaður, Simmi,- Unnur og hljómsveit, Gospelkór Fíladelfíu.
Alls fór um 180 kíló af kæstri skötu, 50 kíló af saltfiski og 40 kíló af plokkfiski, ásamt tólg, rúgbrauði, kartöflum, rófum og smjöri. Það er mbl.is sem greindi fyrst frá.
Myndir: Ásmundur Friðriksson
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun