Markaðurinn
Vanillu- og sítrónu skyrterta með blönduðum berjum
Innihald:
200 g heilhveiti- eða hafrakex eftir smekk.
50 g bráðið smjör
400 ml rjómi frá MS Gott í matinn
2 tsk. vanilludropar
2 msk. flórsykur
1 sítróna, börkurinn + safi
1 dós Ísey vanilluskyr
6-8 fersk jarðarber
Ca. 300 g fersk bláber
Aðferð:
Myljið kexið í matvinnsluvél og bræðið smjörið. Blandið saman í skál og hellið í eldfast mót. Þrýstið niður í botninn og aðeins upp á kanta. Áferðin á að minna á blautan sand.
Stífþeytið rjómann með vanillunni og flórsykrinum. Raspið sítrónubörkinn saman við og kreistið sítrónusafann úr sítrónunni saman við rjómann. Setjið skyrið saman við rjómablönduna og hrærið varlega saman með sleikju. Takið frá ca. 2 dl af fyllingunni og smyrjið restinni yfir kexbotninn.
Skerið jarðarberin smátt og raðið þeim í fánakross yfir fyllinguna. Setjið það sem þið tókuð frá af fyllingunni í sprautupoka og sprautið litlar doppur meðfram jarðarberjunum. Raðið því næst bláberjunum í ferninga og ljúkið þannig við fánann. Látið kökuna taka sig í nokkra tíma í kæli. Njótið!
Hægt að sjá nánar hér.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards