Uppskriftir
Steiktur lax með ristuðum möndlum, kartöflumús og kaperssmjöri
Aðalréttur fyrir 4
- 800 gr lax
- 50 gr möndlur
- 4 greinar rósmarín
- 200 gr smjör
- 6 bökunarkartöflur
- 1 dl rjómi
- Smá sjávarsalt
- 10 kardimommur
- Smá Fennelfræ
- 3 greinar garðablóðberg
- 1 lime
- 40 gr salt
- 60 gr sykur
- 1 ltr kalt vatn
Lax og smjör
Aðferð
- Hrærir saman saltinu, sykrinum, garðarblóðberginu, fennelfræunum og kardimommunum saman við vatnið
- Raspar lime börk í vatnið og skerð lime-ið í tvennt og setur útí
- Hreinsar laxinn í 4 x 200 gr laxa steikur
- Setur laxinn í löginn sem þú lagaðir áðan og lætur hann liggja í því um 15 mín
- Þurrkar laxinn
- Setur laxinn á pönnuna ásamt smá olíu (passa að pannan sé ekki of heit)
- Hægt er að fylgjast með laxinum eldast upp
- Eftir umþb. 5 mínútur má setja rósmarín greinarnar á pönnuna
- Kryddar laxinn með pipar
- Snýrð honum við og bætir við 100 gr af smjörinu
- Stráir kapers og möndluflögum yfir
- Eldar hann í umþb. 3 mínútur
- Setur kartöflumúsina á disk og fiskinn ofan á
- Smjörblöndunni er síðan hellt yfir
Kartöflumús
Aðferð
- Hitar ofn í 180°C
- Stráir sjávarsalti yfir bökunarkartöflunar
- Setur 100 gr af smjöri og rjómann í pott og sýður
- Tekur kartöflurnar út eftir umþb 80 mínútur og skerð þær í tvennt
- Ýtir kartöflunum í gegnum sigti (þó ekki flusinu)
- Hrærir kartöflunum og rjómablöndunni saman
- Saltað eftir smekk
Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi