Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sigurður Laufdal opnar nýjan veitingastað

Fv. Micaela Ajanti – Aðstoðaryfirkokkur, Andrea Ylfa Guðrúnardóttir – Veitingastjóri, Darri Már Magnússon – yfirbarþjónn, Helena Toddsdóttir – Vakstjóri í sal og Sigurður Laufdal – Yfirmatreiðslumaður OTO
Veitingastaðurinn OTO opnaði á dögunum á Hverfisgötu 44 í Reykjavík, þar sem Yuzu borgarar voru áður til húsa.
Sigurður Laufdal er eigandi og yfirmatreiðslumaður staðarins, en Sigurður hefur komið víða við á sínum ferli og er einn rómaðasti matreiðslumaður landsins. Fleiri í eldhúsinu eru Dagur Hrafn Rúnarsson, Ari Jónsson og Mateusz Filip Korkoszka.
Sigurður hefur m.a. keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or í tvígang, unnið á virtum Michelin veitingastöðum í Danmörku og Finnlandi.
Á OTO mætast áhrif Ítalíu og Japans í matargerð í fjölbreyttum matseðli sem samanstendur af mörgum réttum, stórum og smáum. Einnig er verður í boði sérstakur leikhúsmatseðill sem verður í boði alla dag á sérstökum tíma dags. Hér sækir Sigurður innblástur til Japans og Ítalíu og á matseðlinum má finna ýmsa rétti sem eru með áherslur á sitt hvað.
Unnið er með gæðahráefni og leyft sér að pæla mikið í hlutunum.
„Við erum að flytja inn sítrónur frá Amalfi og gerum okkar eigið limoncello, eftirréttur sem er eins og smá óður til sítrónunnar, en við nýtum alla sítrónuna í eftirréttinn, safann, aldinkjötið, og börkinn í hann.
Svo er hann eins og lítill sítrónu skúlptúr.“
Segir Sigurður Laufdal í samtali við veitingageirinn.is, en hver er sagan á bak við nafnið OTO?
„Nafnið er smá orðaleikur með Kyoto og Tokyoto, við tókum sem sagt hluta úr þeim orðum fannst það hljóma vel, stutt og laggott,“
segir Sigurður kankvís.
„Annars er þetta búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli, að opna sinn eigin veitingastað, þetta er ólíkt því sem ég þekki og hef verið í áður og það er búið að vera bæði krefjandi en jafnframt skemmtilegt, lærdómsríkt ferli.“
Sigurður segir að hugmyndin af staðnum hafi kviknað í upphafi árs þegar að tækifærið bar að dyrum.
OTO er opinn á kvöldin frá þriðjudegi til laugardags.
Myndir: aðsendar

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun