Íslandsmót iðn- og verkgreina
Hinrik Örn Halldórsson sigraði í Íslandsmóti Iðn-, og verkgreina og keppir í matreiðslu á Euro Skills í Póllandi
Sex keppendur tóku þátt í keppni í matreiðslu að þessu sinni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöllinni dagana 16. – 18. mars.
Keppnin í matreiðslu var stýrt af Sigurjón Braga Geirsson sem einnig sá um að dæma eldhúsin. Honum til halds og traust í smakkdómgæslu voru Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Darri Þorsteinsson.
Grunnhráefnið í keppninni var bleikja og hörpuskel í forrétt, lambahrygg og skanka í aðalrétt og þurftu svo keppendur að útbúa eftirrétt sem innihélt hvítt súkkulaði, mango purré og ólífuolíu. Keppendur höfðu frjálsar hendur með túlkun á öllum réttum.
Keppendur voru:
Kristín Birta Ólafsdóttir
Guðmundur Halldór Bender
Sindri Hrafn Rúnarsson
Hinrik Örn Halldórsson
Elmar Daði Sævarsson
Filip Jozefik
„Keppnin var gríðarlega hörð og stutt á milli manna í öllum sætum sem gerði keppnina ennþá meira spennandi og ljóst að framtíðin er björt fyrir matreiðslufagið.“
Sagði Sigurjón Bragi í samtali við veitingageirinn.is
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Hinrik Örn Halldórsson
2. sæti – Guðmundur Halldór Bender
3. sæti – Kristín Birta Ólafsdóttir
Sigurvegarinn öðlast þátttökuréttindi á Euroskills þar sem 32 lönd senda sín færustu ungmenni til að taka þátt í 43 mismunandi greinum, en keppnin verður haldin í borginni Gdańsk í Póllandi.
Hinrik Örn mun því fara til Gdańsk og keppa fyrir hönd Íslands í matreiðslu.
Eftirfarandi rétti gerði Hinrik Örn á keppnisdag sem báru sigur úr bítum.
Mótshaldarar vilja þakka öllum keppendum sem tóku þátt það stóðu sig allir með sóma og verður spennandi að sjá hvað Hinrik Örn gerir í Gdańsk.
Lesa fleiri fréttir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina hér.
Myndir: aðsendar / matvis.is
Myndir af réttum: Sigurjón Bragi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum