Markaðurinn
Einfaldur kjúklingaréttur með rjómabearnaise
Hér er á ferðinni ótrúlega góður kjúklingaréttur í rjómalagaðri bearnaisesósu sem kemur skemmtilega á óvart. Þennan er tilvalið að prófa við fyrsta mögulega tækifæri.
Einföld uppskrift dugar fyrir 4.
4 stk. kjúklingabringur
2 msk. smjör til steikingar
500 ml. matreiðslurjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
4 tsk. estragon
4 tsk. bearnaise essens
2 msk. kjúklingakraftur (1 teningur)
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk
Tillaga að meðlæti
hrísgrjón, steikt eða ferskt grænmeti og heitt snittubrauð
Skref 1
- Hitaðu ofninn í 200°C.
- Brúnaðu kjúklinginn í smjöri á báðum hliðum.
- Kryddaðu með sjávarsalti og nýmöluðum pipar.
- Settu kjúklinginn í eldfast mót og bakaðu í 20 mínútur í ofni þar til hann er fulleldaður.
Skref 2
- Helltu matreiðslurjóma í djúpa pönnu, síðan sinnepi, estragoni, kjúklingakrafti og bernaise essens.
- Hitaðu upp að suðu, settu kjúklinginn út í og leyfðu að malla í 5 mínútur við lágan hita.
- Berðu réttinn fram með hrísgrjónum, steiktu eða fersku grænmeti og heitu snittubrauði.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards