Uppskriftir
Jólarauðkál
Fyrir tíu manns.
1 rauðkálshaus
2 epli
2 búnt sellerí
2 kanilstangir
1 tsk negull
300 ml kirsuberjaedik (mjög sætt edik)
100 ml eplaedik
100 ml eplasafi
350 g sykur (fer eftir smekk – súrt eða sætt)
100 ml hunang
Aðferð:
Skerið rauðkálið þunnt niður, skerið sellerí og epli í teninga og steikið allt saman í potti með smájurtaolíu.
Setjið þá kanilstangir út í ásamt negul.
Edik, safi, hunang og sykur svo sett út í og soðið. Smakkið til með sykri eða ediki (eftir smekk).
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.
Jólarauðkálið er einnig hægt að bera fram með hangikjöti, sjá nánar hér.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið23 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu







