Uppskriftir
Jólarauðkál
Fyrir tíu manns.
1 rauðkálshaus
2 epli
2 búnt sellerí
2 kanilstangir
1 tsk negull
300 ml kirsuberjaedik (mjög sætt edik)
100 ml eplaedik
100 ml eplasafi
350 g sykur (fer eftir smekk – súrt eða sætt)
100 ml hunang
Aðferð:
Skerið rauðkálið þunnt niður, skerið sellerí og epli í teninga og steikið allt saman í potti með smájurtaolíu.
Setjið þá kanilstangir út í ásamt negul.
Edik, safi, hunang og sykur svo sett út í og soðið. Smakkið til með sykri eða ediki (eftir smekk).
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.
Jólarauðkálið er einnig hægt að bera fram með hangikjöti, sjá nánar hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars