Vertu memm

Frétt

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafna samningum SA við Eflingu og Matvís

Birting:

þann

Aðalgeir Ásvaldsson – framkvæmdastjóri SVEIT (samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði).

Aðalgeir Ásvaldsson

Yfirlýsing frá SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði:

SVEIT getur ekki fyrir hönd félagsmanna sinna gengið að tilvonandi samningum SA og Eflingar. Ljóst er, miðað við málflutning að þeir samningar verði of dýrir og munu verða stórum hluta af greininni að falli. Engin innistæða er fyrir samskonar hækkunum og SGS samningurinn hefur haft í för með sér.

Það liggur alveg ljóst fyrir. Tölurnar úr greininni tala sínu máli.

Veitingastaðir á Íslandi borga hæstu laun í heimi og er það afleiðing þess að veitingageirinn fær ekki að semja fyrir sína grein, og situr því uppi með afar óhagstæða samninga. Þar sem hvorki er tekið mið né mark á augljósri sérstöðu greinarinnar. Ljóst er að breyting á umgjörð samningana verður að eiga sér stað. SVEIT vill leiðrétta launin með því að hækka dagvinnulaun en færa kvöldvinnu í sambærilegan strúktúr eins og gengur og gerist hjá öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við.

Eftir að núverandi samningar við SGS tóku gildi er launahlutfallið komið í og yfir 50% en er í 25-30% í löndunum í kringum okkur.

Þetta þýðir að veitingarekstur mun ekki standa undir sér. Það er ekki hægt að hækka verðin svo mikið að enginn komi. Frekari verðhækkanir grafa undan samkeppnishæfni greinarinnar.

Þetta er raunveruleiki veitingareksturs sem samanstendur af um 800 fyrirtækjum sem að miklum meirihluta eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem ekki fá að kjósa um samninginn þar sem þau eru ekki aðilar að SA. Því fá stór fyrirtæki og ólíkar atvinnugreinar með breiðari bök að kjósa um örlög veitingamanna. Þetta er með öllu óásættanlegt ástand.

Ekkert lát virðist vera á þessari þróun. Sem stefnir fjölbreyttri og mikilvægri atvinnugrein í hættu.  SVEIT telur 150 rekstraraðila sem reka 270 veitingastaði um allt land og eru því stærstu hagsmunasamtök landsins fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Innan vébanda SVEIT er meirihluti starfsmanna sem stafa á veitingamarkaði eða um 7.000 stafsmenn.

Ótækt er að samtökunum sé synjað um sæti við kjarasamningsborðið en SVEIT hefur samningsumboð félagsmanna til gerð kjarasamnings. Því hefur SA ekki umboð til gerð kjarasamninga fyrir hönd fyrirtækja sem eru félagar SVEIT. Standi vilji stéttarfélaga til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT.

Í liðinni viku lagði SVEIT inn kröfu til núverandi samningaðila um viðræðna til kjarasamninga vegna starfa á veitingamarkaði en áður hafa Efling og Matvís hafnað því að gera samning við SVEIT þar sem þau kjósa að semja við SA. Þrátt fyrir að innan SA sé aðeins takmarkaður fjöldi veitingastaða.

Ef að félögin sjá sér ekki fært um að ganga til samninga við SVEIT munu þau leita til Ríkissáttasemjara í lok vikunnar.

Fyrir hönd stjórnar Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði,

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið