Vertu memm

Bocuse d´Or

Svona líta réttirnir út hjá íslenska Bocuse d´Or liðinu – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2023

Íslenska liðið klárt í keppnina

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum, sem fylgjast með kokkakeppnum að Sigurjón Bragi Geirsson keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin er í Lyon.

Mikil leynd er yfir bæklingunum hjá Bocuse d´Or keppendum, en á síðustu metrunum er þeim dreift á keppnisstað til dómara og aðra sem koma að keppninni.

Veitingageirinn.is hefur fengið í hendurnar bæklinginn sem Sigurjón og hans fólk lét hanna fyrir keppnina. Smellið á myndir til að stækka.

Sigurjón hóf keppni í morgun og verkefnið er 3 réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Úrslitin verða kynnt eftir keppni í dag.

Bocuse d´Or 2023

Sigurður Laufdal og Sigurjón Bragi Geirsson

Bocuse d´Or 2023

Sigurjón Bragi Geirsson

Bocuse d´Or 2023

Guðmundur Halldór Bender (t.h.) ásamt aðstoðarmanni

Bocuse d´Or 2023

Bocuse d´Or 2023

Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og tæpt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum var sent til Lyon.

Íslenska liðið 2023

Kandítat: Sigurjón Bragi Geirsson

Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Guðmundur Halldór Bender

Aðstoðarmenn:
Dagur Hrafn Rúnarsson
Hinrik Örn Halldórsson
Egill Snær Birgisson

Þjálfari: Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson

Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands: Friðgeir Ingi Eiríksson

Myndir: Katrin Sif Einarsdottir og Þráinn Freyr Vigfússon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar