Vertu memm

Uppskriftir

Hátíðaruppskrift matreiðslumeistarans

Birting:

þann

Jólaskraut

Eftirfarandi uppskriftir eru fyrir fjóra.

Forréttur

Hvítlauksristaður humar

16 stk. Humarhalar
2 msk. Smjör
2 stk. Hvítlauksgeirar
1 pk. Blandað salat

Aðferð:

Takið humarinn úr skelinni og hreinsið.  Bræðið smjörið á pönnu og pressið hvítlaukinn útí með hvítlaukspressu (passið að brenna ekki laukinn.) Látið humarhalana útí vel heitt smjörið og steikið þar til humarinn er tilbúinn. Gott er að krydda með örlitlu salti og pipar.

Takið salatið, deilið því á fjóra diska og raðið humrinum ofan á.

Gott er að bera fram ristað brauð með réttinum. Einnig er gott að bræða meira smjör á pönnunni og nota sem sósu.

Aðalréttur

Léttreyktur lambahryggur

1 stk. Léttreyktur lambahryggur
21. Vatn
2 dl. Rauðvín
1 stk. Ferskur ananas

Sinnepsgljái

5 msk. Sættsinnep
2 msk. Dijon sinnep
5 msk. Púðursykur

Aðferð:

Setjið vatn, rauðvín og hrygginn í ofnpott eða eldfast form og sjóðið í ofni við 180°C í 1 klst. Hellið vökvanum í pott og notið í sósu. Hrærið saman sinnepsgljáann og smyrjið á hrygginn. Skerið ananasinn í sneiðar og raðið á hrygginn og smyrjið sinnepsgljáa yfir.

Setjið í miðjan ofn á yfirhita í 200°C í u.þ.b. 20 mín. Gott er að stilla ofninn á grill við 250°C síðustu mínúturnar.

Meðlæti: Sykurbrúnaðar kartöflur, létt soðið grænmeti og sósa úr soðinu.

Eftirréttur

Súkkulaði ís

5 dl. Rjómi
1 dl. Sykur
2 stk. Eggjarauður
2 stk. Egg
1 stk. Vanillustöng
100 g. Súkkulaði

Aðferð:

Léttþeytið rjómann og kælið. Skafið innan úr vanillustönginni. Setjið eggin, eggjarauðurnar, vanilluna og sykurinn í hrærivélaskál og þeytið á fullum krafti í 10 mín.

Skerið súkkulaðið fínt niður og setjið í skál. Klæðið form að innan með plastfilmu og passið að ýta filmunni vel út í alla kanta.

Auglýsingapláss

Blandið varlega saman rjómanum, eggjablöndunni og súkkulaðinu. Hellið ísnum í formið og setjið í frysti í 6 – 8 klst.

Ábending:

Hægt er að nota hvernig súkkulaði sem er.  Gott að bera fram ávexti og heita súkkulaðisósu með.

Alfreð Gústaf Maríusson matreiðslumeistari

Alfreð Gústaf Maríusson matreiðslumeistari
Mynd: Steinar Davíðsson

Höfundur er Alfreð Gústaf Maríusson matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar voru birtar fyrst í tímaritinu Hjálmar, árið 2010.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið