Bocuse d´Or
Þetta er Íslenska Bocuse d´Or liðið 2023 – Sjáumst í Lyon – Vídeó
Bocuse d´Or heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu verður haldin í Lyon í Frakklandi dagana 22. og 23. janúar 2023. Þar mun Sigurjón Bragi Geirsson keppa fyrir hönd Íslands.
24 lönd keppa sem hafa fimm og hálfan tíma til að búa til, meðal annars, sjávarréttadisk fyrir 15 manns sem samanstendur af eftirfarandi:
Aðalhráefni: 2 x skötuselur (hauslausir). Hörpuskel til að búa til fyllingu.
Skreyting/meðlæti: Tvær grænmetisskreytingar settar á fatið og eitt skraut af „ragout“ gerð sem sýnir belgjurt frá þátttökulandinu.
Undankeppnin
Evrópukeppnin (undanúrslitin) fór fram í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í mars s.l. og voru 18 lönd sem tóku þátt í keppninni sem stóð yfir í tvö daga.
Tíu efstu sætin tryggðu sér sæti í úrslitakeppnina sem verður, eins og áður segir, haldin í Lyon í Frakklandi 22. og 23. janúar næstkomandi. Sigurjón Bragi náði 5. sæti í undankeppninni.
Íslenska liðið 2023
Kandítat: Sigurjón Bragi Geirsson
Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Guðmundur Halldór Bender
Aðstoðarmenn:
Dagur Hrafn Rúnarsson
Hinrik Örn Halldórsson
Egill Snær Birgisson
Þjálfari: Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson
Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands: Friðgeir Ingi Eiríksson
Sigurjón keppir 23. janúar 2023
Hér að neðan eru keppniseldhús og tímatafla hjá öllum löndunum:
Í október s.l. var dregið um dagsetningar sem löndin eiga að keppa í Lyon, en sjá má hér fyrir neðan Instagram færslu frá Bocuse d´Or síðunni þegar sú athöfn fór fram:
Íslenska kynningarmyndbandið
Virkilega flott kynningarmyndband sem kynnir keppendur og Ísland.
Fylgstu vel með
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hátíðarkveðjur