Keppni
Úrslit úr þremur keppnum | Ísland ekki á verðlaunapall
Nú er orðið ljóst með úrslitin úr þremur norðalandakeppnum sem haldnar voru á Norðurlandaþingi matreiðslumeistara í Gautaborg, en í gær keppti Garðar Kári Garðarsson í Global Pastry Chef Challenge Semi Final sem endaði með sigri Olli Koukkannen frá Finnlandi.
Einnig í gær keppti Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson í Global Chef Challenge Semi Final og enduðu úrslit þannig að norski matreiðslumaðurinn Christopher Davidsen sigraði þá keppni.
Víðir Erlingsson keppti í ungliðakeppninni Hans Bueschkens í dag og var það Kasper Christensen frá Danmörku sem sigraði þá keppni.
Öll úrslit eru sem hér segir:
Global Pastry Chef Challenge Semi Final
1. sæti – Olli Koukkannen, Finnland
2. sæti – Kalle Bengtsson, Svíþjóð
3. sæti – Gabriel Ahlgren, Danmörk
Global Chef Challenge Semi Final
1. sæti – Christopher Davidsen, Noregur
2. sæti – Fredrik Hedlund, Svíþjóð
3. sæti – Eero Vottonen, Finnland
Hans Buschkens Semi Final
1. sæti – Kasper Christensen, Danmörk
2. sæti – Christer Rodseth, Noregur
3. sæti – Pi Le, Svíþjóð
Í dag keppti Hafsteinn Ólafsson í ungliðaflokki um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda og gekk honum virkilega vel, en úrslit frá þeirri keppni verður kynnt á morgun ásamt úr eldri flokki um sama titil þar sem Bjarni Siguróli Jakobsson keppir.
Mynd: aðsend

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu