Keppni
Úrslit úr þremur keppnum | Ísland ekki á verðlaunapall
Nú er orðið ljóst með úrslitin úr þremur norðalandakeppnum sem haldnar voru á Norðurlandaþingi matreiðslumeistara í Gautaborg, en í gær keppti Garðar Kári Garðarsson í Global Pastry Chef Challenge Semi Final sem endaði með sigri Olli Koukkannen frá Finnlandi.
Einnig í gær keppti Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson í Global Chef Challenge Semi Final og enduðu úrslit þannig að norski matreiðslumaðurinn Christopher Davidsen sigraði þá keppni.
Víðir Erlingsson keppti í ungliðakeppninni Hans Bueschkens í dag og var það Kasper Christensen frá Danmörku sem sigraði þá keppni.
Öll úrslit eru sem hér segir:
Global Pastry Chef Challenge Semi Final
1. sæti – Olli Koukkannen, Finnland
2. sæti – Kalle Bengtsson, Svíþjóð
3. sæti – Gabriel Ahlgren, Danmörk
Global Chef Challenge Semi Final
1. sæti – Christopher Davidsen, Noregur
2. sæti – Fredrik Hedlund, Svíþjóð
3. sæti – Eero Vottonen, Finnland
Hans Buschkens Semi Final
1. sæti – Kasper Christensen, Danmörk
2. sæti – Christer Rodseth, Noregur
3. sæti – Pi Le, Svíþjóð
Í dag keppti Hafsteinn Ólafsson í ungliðaflokki um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda og gekk honum virkilega vel, en úrslit frá þeirri keppni verður kynnt á morgun ásamt úr eldri flokki um sama titil þar sem Bjarni Siguróli Jakobsson keppir.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






