Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkurinn Haraldur Egilsson hæstánægður með næringarnámskeiðið
Sl. mánudag var haldið í Neskaupstað námskeið fyrir kokka og matráða Síldarvinnslunnar þar sem næringarfræðingurinn og Norðfirðingurinn Berglind Lilja Guðlaugsdóttir fór yfir grunnatriði í næringarfræði og ýmsar leiðir til að gera máltíðir og matarumhverfi heilsusamlegra bæði til sjós og lands.
Farið var yfir val á hráefnum, eldunaraðferðum og skipulagi í kringum máltíðir og innkaup. Berglind er klínískur næringarfræðingur, dokstorsnemi og aðjúnkt við Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu í slíku námskeiðahaldi.
„Þetta var frábært námskeið, það er gott að fá upprifjun á næringarfræðinni og Berglind notaði mjög sniðugar aðferðir til að benda okkur á leiðir til að auka hollustuna á einfaldan hátt.
Við vorum mjög ánægð með þetta og fengum fullt af hugmyndum sem verður gaman að vinna með,“
segir Haraldur Egilsson, kokkur á Berki NK, í samtali við svn.is.
Í næstu viku verða svo netfyrirlestrar þar sem öllu starfsfólki Síldarvinnslunnar býðst fræðsla um næringu og leiðir til að bæta mataræði.
Mynd: svn.is / Smári Geirsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana