Uppskriftir
Safaríkar kjúklingabringur með smjörbökuðum tómötum, parmesan grjónum og melónusalati
Safaríkar marineraðar kjúklingabringur toppaðar með smjörbökuðum tómötum og kryddjurtum sem ég gæti borðað eintóma með skeið. Þetta er léttur og ferskur réttur sem gefur ekkert eftir í bragði og er furðu einfaldur í framkvæmd. Verði ykkur að góðu!
Fyrir 2:
Kjúklingabringur, 2 stk
Töfrakrydd, 0,5 msk / Pottagaldrar
Kirsuberjatómatar, 250 g
Hvítlaukur, 1 rif
Smjör, 25 g
Basilíka, 5 g
Steinselja, 5 g
Brún hrísgrjón, 120 ml
Parmesan, 10 g
Sítróna, 1 stk
Klettasalat, 30 g
Galía melóna, 300 g
-
Setjið kjúklingabringurnar í skál með olíu og töfrakryddi. Blandið vel saman og látið marinerast í 2-3 klst.
-
Forhitið ofn í 180°C með blæstri.
-
Sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningum frá framleiðanda. Rífið svo parmesan ost saman við hrísgrjónin þegar þau eru tilbúin ásamt sítrónuberki. Smakkið til með salti.
-
Setjið tómata í eldfast mót og pressið hvítlauksrif saman við. Veltið upp úr olíu og bakið inni í ofni í 30 mín samtals.
-
Steikið kjúklingabringurnar í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið svo inn í ofn í eldfasta mótið með tómötunum. Dreifið 25 g af smjöri yfir kjúklinginn og tómatana og bakið í 12-15 mín eða þar til kjúklingurinn er hvítur í gegn og fulleldaður. Þetta skref er best að tímasetja svo kjúklingurinn fari inn í ofn þegar eldunartími tómatana er rétt rúmlega hálfnaður.
-
Takið kjúklinginn úr eldfasta mótinu þegar eldunartíminn er liðinn. Saxið basilíku og steinselju. Kremjið tómatana og hrærið kryddjurtunum saman við svo úr verði sósa. Smakkið sósuna til með salti.
-
Skerið melónu í bita og setjið í skál með klettasalati og smá ólífuolíu. Blandið vel saman.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur