Frétt
Neytendur greiddu 800 milljónir í fröllutoll á tveimur og hálfu ári
Íslenskir neytendur greiddu rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum á árunum 2020 og 2021 og fyrstu sjö mánuðum ársins 2022, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda, byggðum á tölum Hagstofunnar um innflutning. Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu.
Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu voru fluttar inn franskar kartöflur fyrir um 1,7 milljarða króna á tímabilinu. Innflutningurinn var meiri á síðasta ári í krónum talið en árið 2020 og voru þá greiddar um 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefnir enn í aukningu og í lok júlí höfðu neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum.
Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.
„Þessar tölur sýna vel að það er talsvert í húfi fyrir íslenska neytendur, verslunina og veitingageirann að fella niður þennan verndartoll sem ekkert verndar lengur. Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir. Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“
segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda..
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð