Keppni
Dessert keppni Arctic Challenge og Ekrunnar
Þann 1.október mun Arctic Challenge í samstarfi við Ekruna halda dessert keppni. Keppnin verður haldin í Verkmenntaskóla Akureyrar og það stendur öllum til boða að taka þátt sem hafa áhuga.
Einu skilyrðin eru að vera félagsmaður Arctic Challenge og umsækjendur geta slegið tvær flugur í einu höggi með því að skrá sig í keppni ásamt skrá sig sem félagsmenn. Skráningin fer fram á heimasíðu Arctic Challenge undir “hafa samband” og á undirsíðunni “skráning í keppni”.
Heimasíða: www.arcticchallenge.is
Þegar sótt er um í keppnina fá keppendur tölvupóst með frekari upplýsingum og keppnisreglum. Þannig fá keppendur meiri tíma fyrir undirbúningsvinnu. Ekran mun sjá um að skaffa keppendum eitt af lykilhráefnunum sem skilyrði er að nota í keppni.
Opið verður fyrir almenning en allir keppnis eftirréttir verða til sýnis.
Keppendur fá Valrhona súkkulaði frá Ekrunni en Valrhona er með ansi breiða línu af gæða súkkulaði, sem skoða má á heimasíðunni ekran.is.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana