Keppni
Dessert keppni Arctic Challenge og Ekrunnar
Þann 1.október mun Arctic Challenge í samstarfi við Ekruna halda dessert keppni. Keppnin verður haldin í Verkmenntaskóla Akureyrar og það stendur öllum til boða að taka þátt sem hafa áhuga.
Einu skilyrðin eru að vera félagsmaður Arctic Challenge og umsækjendur geta slegið tvær flugur í einu höggi með því að skrá sig í keppni ásamt skrá sig sem félagsmenn. Skráningin fer fram á heimasíðu Arctic Challenge undir “hafa samband” og á undirsíðunni “skráning í keppni”.
Heimasíða: www.arcticchallenge.is
Þegar sótt er um í keppnina fá keppendur tölvupóst með frekari upplýsingum og keppnisreglum. Þannig fá keppendur meiri tíma fyrir undirbúningsvinnu. Ekran mun sjá um að skaffa keppendum eitt af lykilhráefnunum sem skilyrði er að nota í keppni.
Opið verður fyrir almenning en allir keppnis eftirréttir verða til sýnis.
Keppendur fá Valrhona súkkulaði frá Ekrunni en Valrhona er með ansi breiða línu af gæða súkkulaði, sem skoða má á heimasíðunni ekran.is.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






