Markaðurinn
Sveppir og sveppatínsla – Opið námskeið
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu.
Þátttakendur fara þá út ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu í aðferðum sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þátttakendur fá þjálfun í að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika.
Þátttakendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér körfur eða fötur til að tína sveppina í, stækkunargler eða lúpur sem stækka 10-20x, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim. Þá viljum við benda á að mæta með nesti fyrir hádegismat og síðdegissnarl.
HVAR OG HVENÆR
| DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
|---|---|---|---|---|
| 27.08.2022 | lau. | 10:00 | 17:00 | Landbúnaðarháskólinn í Keldnaholti |
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






