Markaðurinn
Garðabær semur við Matartímann og Skólamat um framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vor að bjóða út framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins fyrir tímabilið 2022-2025. Þriðjudaginn 26. júlí undirritaði bæjarstjóri Garðabæjar samninga við Matartímann annars vegar og Skólamat hins vegar um þessa þjónustu til næstu þriggja ára.
Hægt var að gera tilboð í einn eða fleiri skóla en um var að ræða 5 grunnskóla, 3 leikskóla og einn grunn- og leikskóla, alls með um 2600 nemendur.
Alls bárust tilboð frá þremur aðilum þar af voru tveir aðilar sem skiluðu tilboði í alla hluta útboðsins og einn aðili í þrjá hluta.
Samningur við Matartímann
Garðabær gerir nú í fyrsta sinn samning við Matartímann um mat í skóla bæjarins. Matartíminn er fyrirtæki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem sérhæfir sig í þjónustu við mötuneyti með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla.
Máltíðir samkvæmt samningi við Matartímann 2022-2025 eru í eftirfarandi leik- og grunnskólum:
Flataskóli
Garðaskóli
Sjálandsskóli
Urriðaholtsskóli
Leikskólinn Mánahvoll
Leikskólinn Bæjarból
Mynd: gardabaer.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi