Markaðurinn
Sölustjóri kjötiðnaðardeildar – Samhentir
Við leitum að öflugum aðila í starf sölustjóra kjötiðnaðardeildar Samhentra. Helstu verkefni snúa að sölu, þjónustu, vöruþróun og ráðgjöf til viðskiptavina í kjötiðnaði og matvælavinnslum. Viðkomandi mun þjónusta viðskiptavini varðandi hvers konar umbúðatengdar lausnir, véla- og pökkunarlausnir ásamt kryddi, íblöndunarefnum og öðrum tegundum efnum og lausnum.
Hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi t.d. kjötiðn eða matvælafræði.
- Þekking og áhugi á matvælaiðnaði
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Skipulagsfærni og traust vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Samhentir Kassagerð ehf var stofnað árið 1996. Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun, frá því að vera lítið sprotafyrirtæki í stærsta umbúðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Lykillinn að framgangi fyrirtækisins liggur í góðum tengslum við viðskipavini og birgja félagsins, vönduðu og reynslumiklu starfsfólki ásamt áherslu á gæði og nýjungar.
Frekari upplýsingar veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is

-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag