Frétt
Athugið að frestur til að sækja um veitingahúsa- og/eða viðspyrnustyrki rennur út 30. júní n.k.
Skatturinn vekur athygli á því að frestur til að sækja um veitingahúsastyrk og viðspyrnustyrk er til 30. júní n.k. Sótt er um á þjónustuvef Skattsins. Leiðbeiningar eru á COVID-19 síðum Skattsins.
Veitingahúsastyrkur
Greiddur er styrkur vegna veitingarekstrar á tímabilinu nóvember 2021 til og með febrúar 2022 til þeirra sem sætt hafa takmörkunum á opnunartíma veitingastaða, sbr. nánar lög nr. 8/2022. Rekstraraðilar sem starfrækja veitingastað í flokki II eða III skv. 4. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og staður þar sem selt er áfengi, og eftir atvikum matur, til neyslu á staðnum sem heyrir undir rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV skv. 3. gr. sömu laga geta eftir atvikum sótt um veitingahúsastyrk.
Rekstraraðili þarf að hafa fengið rekstrarleyfi fyrir 1. desember 2021 og sætt takmörkun á opnunartíma í þeim almanaksmánuði sem umsókn varðar vegna opinberra sóttvarnaráðstafana til að geta átt rétt á styrk. Jafnframt þarf starfsemi af því tagi sem um ræðir að hafa byrjað fyrir 1. desember 2021. Þá þarf tekjufall sem rekja má til heimsfaraldurs kórónuveiru að hafa verið a.m.k. 20% auk þess sem uppfylla þarf ýmis önnur skilyrði.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar með umsókn
Viðspyrnustyrkir
Byrjað var að taka á móti framhaldsumsóknum um viðspyrnustyrki 13. apríl sl., sbr. lög nr. 16/2022. Um er að ræða framhald viðspyrnustyrkja fyrir desember 2021 til og með mars 2022.
Þá geta þau sem ekki sóttu um fyrir tímabilið ágúst-nóvember 2021 innan fyrri frests nú sótt um styrk vegna þess tímabils.
Viðspyrnustyrkir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á þeim tímabilum sem um ræðir.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar með umsókn
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði