Vertu memm

Starfsmannavelta

McDonald’s hættir alfarið allri starfsemi í Rússlandi

Birting:

þann

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald's

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald’s hyggst nú selja alla veitingastaði sína í Rússlandi og hætta alfarið allri starfsemi þar í landi.

Fyrirtækið hafði áður tilkynnt að það myndi loka stöðunum, sem eru um 850 talsins, en nú stendur til að selja þá innlendum aðila. Sá mun ekki geta notað nafn eða merki fyrirtækisins að því er fram kemur á visir.is.

McDonald’s hefur rekið meira en 80 prósent staðanna í Rússlandi, sem hafa fært fyrirtækinu 9 prósent heildartekja sinna. Þá hefur hagnaður af rekstri staðanna numið 3 prósent af heildarhagnaði keðjunnar.

65 þúsund manns störfuðu hjá McDonald’s í Rússlandi fyrir innrásina.

McDonald’s hefur hingað til greitt starfsmönnum sínum í Úkraínu laun, þrátt fyrir að staðirnir þar séu líka lokaðir, segir að lokum í frétt á visir.is.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið