Frétt
Veitingastaður lokaður vegna skort á kokkum – „Hvaða aumingjaskapur er þetta….“
Meðlimur í facebook hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar skrifar færslu í hópinn og segist hafa verið mjög „frústrerandi“ þegar hann var mættur og fjórir aðrir með honum á veitingastað á landsbyggðinni, sem þau höfðu hug á því að borða hjá, væri lokaður.
Ástæðan fyrir lokuninni var að enginn kokkur var á vakt.
„Hvaða aumingjaskapur er þetta, það er til fullt af frambærilegum kokkum á landinu ef borguð eru mannsæmandi laun. Get fengið súpu á morgun. Til að gera mann enn meira frústreraðan er að hér í kvöld er prívat veisla þar sem fólk fær mat. Hvaða kokkur skildi vinna þessa einu kvöldstund.“
Segir meðlimurinn sem er greinilega virkilega óánægður með þjónustuna.
Mikil umræða skapaðist við þráðinn þar sem bent er á að ferðaþjónustan hafi misst mikið af fólki vegna COVID-19 heimsfaraldursins, á meðan aðrir taka í sama streng og segir að þetta sé víða svona.
Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum