Viðtöl, örfréttir & frumraun
Frægt franskt veitingahús með pop-up á SKÁL!
Franska sendiráðið á Íslandi vill vekja athygli á spennandi matarviðburði á veitingahúsinu Skál! á Hlemmi Mathöll dagana 30. og 31. mars næstkomandi.
Um er að ræða „pop-up“ frá hinu einstaka franska veitingahúsi Les Enfants du Marché í París en kokkarnir munu elda fyrir gesti og gangandi.
Les Enfants du Marché er frábær veitingastaður sem er staðsettur í hinum þekkta matarmarkaði Les Enfants Rouges í Le Marais hverfinu í París.
Þau leitast við að bjóða upp á árstíðabundin hráefni, mikið af sjávarfangi og eru einungis með náttúruvín á boðstólum.
Eigendur Skál kynntust eigandanum Michael Grosman síðasta sumar og buðu honum i heimsókn. Á næstu mánuðum munu svo kokkar Skál fara til Parísar í staðinn og elda á Les Enfants du Marché.
Kokkarnir í Les Enfants du Marché taka yfir Skál! 30. og 31.mars og Michael Grossman mun hella vínum og deila fróðleik um náttúruvín.
Engar borðapantanir eru mögulegar, fyrstur kemur fyrstur fær.
Instagram síða Les Enfants du Marché er : lesenfantsdumarche
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 klukkustund síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð