Viðtöl, örfréttir & frumraun
Frægt franskt veitingahús með pop-up á SKÁL!

Einn af vinsælum réttum hjá Les Enfants du Marché
Grænn og hvítur aspas grillaður á plancha grilli, ígulker, mimolette ostur, Treviso radísur og blaðlaukaolía.
Franska sendiráðið á Íslandi vill vekja athygli á spennandi matarviðburði á veitingahúsinu Skál! á Hlemmi Mathöll dagana 30. og 31. mars næstkomandi.
Um er að ræða „pop-up“ frá hinu einstaka franska veitingahúsi Les Enfants du Marché í París en kokkarnir munu elda fyrir gesti og gangandi.
Les Enfants du Marché er frábær veitingastaður sem er staðsettur í hinum þekkta matarmarkaði Les Enfants Rouges í Le Marais hverfinu í París.
Þau leitast við að bjóða upp á árstíðabundin hráefni, mikið af sjávarfangi og eru einungis með náttúruvín á boðstólum.
Eigendur Skál kynntust eigandanum Michael Grosman síðasta sumar og buðu honum i heimsókn. Á næstu mánuðum munu svo kokkar Skál fara til Parísar í staðinn og elda á Les Enfants du Marché.
Kokkarnir í Les Enfants du Marché taka yfir Skál! 30. og 31.mars og Michael Grossman mun hella vínum og deila fróðleik um náttúruvín.
Engar borðapantanir eru mögulegar, fyrstur kemur fyrstur fær.
Instagram síða Les Enfants du Marché er : lesenfantsdumarche
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





