Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ghost Kitchen er nýjung á Norðurlandi og þótt víðar væri leitað
Eftir að hafa starfað sem matreiðslumenn á hinum ýmsu veitingastöðum á Íslandi og á Norðurlöndunum, þar sem oft er mikill handagangur í öskjunni, þá sáu þeir félagarnir Hjörleifur Árnason og Sölvi Antonsson tækifæri og bjóða nú upp á krafta sína við undirbúning fyrir veitinga-, og kaffihús ofl.
„Við höfum unnið á hinum ýmsu sviðum veitingareksturs, allt frá fjólþjóða iðnaðamanna mötuneyti til Michelinstjörnu staða, leikskóla eldhúsi, vöruþróun og svo saman á Vox og Lækjabrekku svo dæmi séu tekin.“
Segir Hjörleifur Árnason matreiðslu-, og kjötiðnaðarmeistari, í samtali við veitringageirinn.is.
„Það má því segja að hvert sem verkið er, þá treystum við okkur í það.“
Pantanir eru byrjaðar að streyma inn og Hjörleifur segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum.
Ghost Kitchen hefur þegar byrjað að taka við pöntunum í minni veislur þar sem veislan er afhent tilbúin eða, ef þess er óskað, þá er hægt að fá þá félaga til að elda á staðnum. Það að fá kokkinn heim og elda getur sett matarboðið á algjörlega nýtt og hærra plan.
„Öll viljum við bjóða upp á framúrskarandi gæði, góðan mat og frábæra þjónustu. Það getur hinsvegar verið erfitt að finna tíma eða rétta starfsfólkið, þar komum við inn. Leyfðu okkur að hjálpa þér, svo þú getir blómstrað.“
Segir Hjörleifur að lokum.
Áhugasömum er bent á að hafa samband á netfangið [email protected] eða á facebook síðu Ghost Kitchen hér.
Hjörleifur stefnir einnig á að opna nýjan matarvagn á Akureyri, sjá nánar hér.
Myndir: facebook / Ghost Kitchen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða