Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kræsingar í anda Frakklands í Bergi á Dalvík
Böggvisbrauð opnaði formlega kaffihús og bakarísbúð í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Boðið er upp ljúffengar kræsingar í anda Frakklands.
Eigendur Böggvisbrauðs eru Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir, en þau búa á Böggvisstöðum sem er bær í Svarfaðardal skammt frá Dalvík.
Sjá einnig:
Böggvisbrauðin úr fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum komin í sölu
Það er nóg að bíta og brenna á Böggvisbrauð café Í Bergi, en staðurinn hefur frá opnun boðið upp á frönsku eggjabökurnar Quiche Lorraine, Böggvisbrauðsamlokur, margar tegundir af súpu dagsins t.a.m. franska lauksúpan, súrdeigssnúða, muffins, smjörkökur, appelsínumarensköku, glútenfría súkkulaðiköku, frönsku kökuna Éclair svo fátt eitt sé nefnt.
Hráefnið í Quiche, súpur og salöt eru annaðhvort lífræn eða lókal.
Til gamans má geta að í fyrra var eldhúsið í Berg endurnýjað:
Mynd af Menningarhúsinu Berg: Smári / veitingageirinn.is
Myndir af eldhúsi og frá formlegum opnunardegi Böggvisbrauðs café: facebook / Menningarhúsið Berg – Instagram: @menningarhusidberg
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum