Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Lalli kokkur með nýjan matarvagn

Birting:

þann

Hjörleifur Árnason matreiðslumaður

Hjörleifur Árnason með nýja vagninn

Hjörleifur Árnason matreiðslumaður, sem er betur þekktur sem Lalli kokkur stefnir á að opna nýjan matarvagn á Akureyri.

Lalli rak veitingastaðinn Akureyri Fish & Chips til fjölda ára og sagði upp húsnæðinu í fyrra eftir að það var dæmt ónýtt.

„Í allan vetur er ég búinn að vera að leita að matarvagni og sækja um leyfi hjá bænum fyrir honum. Þetta ferli er búið að taka bæði tíma og á taugarnar. Gæti skrifað heila bók um allt sem fór úrskeiðis í þessu ferli en hún yrði ekki metsölubók sökum leiðinda.“

Sagði Lalli á facebook en hann fann loksins vagn í Hollandi og lét senda hann til Íslands með Smyril line og bætir við:

„Nú taka við dagar og jafnvel vikur í að modda, laga, hanna, smíða, sækja um leyfi og koma öllum tækjunum fyrir í vagninum svo það sé hægt að fara að selja fisk og franskar aftur og eitthvað meira.“

Hvers vegna að opna matarvagn?

Veitingageirinn.is forvitnaðist hjá Lalla um matarvagninn, hvað boðið verður upp á og hvers vegna að opna matarvagn.

„Á haustdögum 2020 fór ég að skoða þann möguleika að kaupa matarvagn þar sem ég var nýbúinn að loka veitingastaðnum Akureyri fish & chips á Skipagötu á Akureyri. Ég hafði samband við nokkur fyrirtæki, bæði hérlendis og erlendis, sem sérhæfa sig í sölu á matarvögnum.

Eftir marga tölvupósta og símhringingar kom í ljós að eftirspurnin eftir matarvögnum í Evrópu er þvílík að nánast ekkert var í boði sem hentaði þeirri starfsemi sem ég var með í huga. Niðurstaðan var sú að þessi fyrirtæki gátu ekkert gert fyrir mig, kannski af því að ég er pínu óþolinmóður.“

Sagði Lalli hress í samtali við veitingageirinn.is

„Ég fór því sjálfur á stúfana og inná Hollenskri Facebook síðu sem selur notaða matarvagna og þar fann ég vagninn sem var “the perfect fit”.  Hafði samband við eigandann og náði samkomulagi um verð. Hann fór með vagninn til Rotterdam og Smyril line sá svo um að koma honum á Seyðisfjörð, þar sem ég náði í hann.

Nú fara næstu vikur í að laga vagninn að okkar aðstæðum og hlaða inn í hann tækjum frá Akureyri Fish & Chips sem hafa legið inn í geymslu í næstum ár núna.

Það sem verður öðruvísi við þennan vagn, miðað við flesta aðra vagna á landinu, er að þetta verður “drive through” eða beint í bílinn matarvagn.
Krafan um snertilaus (eða snertilítil) viðskipti verður stöðugt háværari og er matarvagn frábær leið til að koma til móts við þær kröfur.

Vagninn verður alltaf með fish & chips á boðstólnum en einnig ætlum við að prófa okkur áfram með nýja og ferska rétti þar sem áhersla verður á gott hráefni og örstuttan afgreiðslutíma. T.d. verður sérmarineraður djúpsteiktur klúklingur, leggur með læri, á seðlinum til að byrja með.

Nú er bara að krossa fingur að þær skýrslugerðir sem eftir eru taki ekki allt sumarið, við erum allavega mjög spennt að byrja.“

Við óskum Lalla til hamingju með matarvagninn og við munum fylgjast vel með framkvæmdum, formlegri opnun og fleira og flytja ykkur fréttir í máli og myndum.

Mynd: Hjörleifur Árnason / aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið