Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður, 2GUYS, opnar við Klapparstíg 38
2Guys er nýtt hamborgara-konsept með áherslu á smassborgara, samlokur og annað gúmmelaði. Staðurinn verður starfræktur sem “pop up” næstu 3 mánuðina. Þeir sem standa að rekstrinum eru Silli Kokkur, Hjalti Vignis og Róbert Aron.
Þeir félagar framleiða allt sjálfir, blanda nautahakkið, gera sósur frá grunni en matseðillinn verður mjög einfaldur. Ein tegund af borgara, tvær tegundir af samlokum og svo í takmörkuðu upplagi, pretzel borgara sem er unnið í samstarfi við Gulla Arnar.
2Guys opnar núna á fimmtudaginn 25. mars og er staðsetning Klapparstígur 38 (við hliðina á Kalda Bar).
Opnunartími er frá 11.30 til 21.00 fimmtudaga – laugardaga, sunnudaga frá 13.00 til 20.00.
Við hvetjum alla að fylgjast með þeim félögum á samfélagsmiðlum @2guysrvk á insta og facebook.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum