Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður, 2GUYS, opnar við Klapparstíg 38

Birting:

þann

2Guys

2Guys er nýtt hamborgara-konsept með áherslu á smassborgara, samlokur og annað gúmmelaði.  Staðurinn verður starfræktur sem “pop up” næstu 3 mánuðina. Þeir sem standa að rekstrinum eru Silli Kokkur, Hjalti Vignis og Róbert Aron.

Þeir félagar framleiða allt sjálfir, blanda nautahakkið, gera sósur frá grunni en matseðillinn verður mjög einfaldur. Ein tegund af borgara, tvær tegundir af samlokum og svo í takmörkuðu upplagi, pretzel borgara sem er unnið í samstarfi við Gulla Arnar.

2Guys

2Guys opnar núna á fimmtudaginn 25. mars og er staðsetning Klapparstígur 38 (við hliðina á Kalda Bar).

Opnunartími er frá 11.30 til 21.00 fimmtudaga – laugardaga, sunnudaga frá 13.00 til 20.00.

2Guys

Við hvetjum alla að fylgjast með þeim félögum á samfélagsmiðlum @2guysrvk á insta og facebook.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið