Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður, 2GUYS, opnar við Klapparstíg 38
2Guys er nýtt hamborgara-konsept með áherslu á smassborgara, samlokur og annað gúmmelaði. Staðurinn verður starfræktur sem “pop up” næstu 3 mánuðina. Þeir sem standa að rekstrinum eru Silli Kokkur, Hjalti Vignis og Róbert Aron.
Þeir félagar framleiða allt sjálfir, blanda nautahakkið, gera sósur frá grunni en matseðillinn verður mjög einfaldur. Ein tegund af borgara, tvær tegundir af samlokum og svo í takmörkuðu upplagi, pretzel borgara sem er unnið í samstarfi við Gulla Arnar.
2Guys opnar núna á fimmtudaginn 25. mars og er staðsetning Klapparstígur 38 (við hliðina á Kalda Bar).
Opnunartími er frá 11.30 til 21.00 fimmtudaga – laugardaga, sunnudaga frá 13.00 til 20.00.
Við hvetjum alla að fylgjast með þeim félögum á samfélagsmiðlum @2guysrvk á insta og facebook.
Myndir: aðsendar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis








