Markaðurinn
Heering er mest verðlaunaði kirsuberjalíkjörinn
Heering var stofnað árið 1818 af Peter F. Heering, ungum kaupsýslumanni sem verslaði með nýlenduvörur í Kaupmannahöfn. Hann sá möguleika í þessari gömlu uppskrift af kirsuberjalíkjör sem hann fékk frá konu fyrrverandi yfirmanns síns.
Með tímanum varð „Heering kirsuberjalíkjör“ fastur liður í flutningaskipum sem fóru til hafna um allan heim. Frá Kalkútta til Madras, frá Shanghai til Jakarta — Heering náði fljótt vinsældum um allan heim.
Meira en 200 árum seinna er Heering ekki aðeins sá fyrsti heldur mest verðlaunaði kirsuberjalíkjörinn. Heering er en búinn til eftir gömlu fjölskylduuppskriftinni, og snýst allt um sögu, arfleifð, handverk, bragð og gæði á tímalausan og flottan fágaðan hátt. Ekta, náttúruleg skandinavísk vara frá Kaupmannahöfn.
Það er Globus sem er umboðsaðili Heering Cherry hér á Íslandi, sem er í 70cl flösku, 24% á 5.399 kr. Heering fæst líka sem kaffilíkjör 50cl, 35% á 5.399 kr.
Það sem gerir líkjörinn einstakan eru sjálfsögðu kirsuberin. Í Cherry Heering eru notuð sérstök kirsuber, dimmrauð, eilítið súr sem vaxa aðeins á vissum stöðum á Sjálandi. Þessi kirsuber eru ómissandi í Cherry Heering, rétt eins og Cherry Heering er ómissandi í kokteila eins og Singapore Sling og Blood & Sand, einfaldlega ógerlegt að hrista fram með góðu móti ef téðan kirsuberjalíkjör vantar.
Heimasíður: Globus.is og Heering.com
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024