Vertu memm

Markaðurinn

Heering er mest verðlaunaði kirsuberjalíkjörinn

Birting:

þann

Heering kirsuberjalíkjör

Heering var stofnað árið 1818 af Peter F. Heering, ungum kaupsýslumanni sem verslaði með nýlenduvörur í Kaupmannahöfn. Hann sá möguleika í þessari gömlu uppskrift af kirsuberjalíkjör sem hann fékk frá konu fyrrverandi yfirmanns síns.

Með tímanum varð „Heering kirsuberjalíkjör“ fastur liður í flutningaskipum sem fóru til hafna um allan heim. Frá Kalkútta til Madras, frá Shanghai til Jakarta — Heering náði fljótt vinsældum um allan heim.

Meira en 200 árum seinna er Heering ekki aðeins sá fyrsti heldur mest verðlaunaði kirsuberjalíkjörinn. Heering er en búinn til eftir gömlu fjölskylduuppskriftinni, og snýst allt um sögu, arfleifð, handverk, bragð og gæði á tímalausan og flottan fágaðan hátt. Ekta, náttúruleg skandinavísk vara frá Kaupmannahöfn.

Það er Globus sem er umboðsaðili Heering Cherry hér á Íslandi, sem er í 70cl flösku, 24% á 5.399 kr. Heering fæst líka sem kaffilíkjör 50cl, 35% á 5.399 kr.

Það sem gerir líkjörinn einstakan eru sjálfsögðu kirsuberin. Í Cherry Heering eru notuð sérstök kirsuber, dimmrauð, eilítið súr sem vaxa aðeins á vissum stöðum á Sjálandi. Þessi kirsuber eru ómissandi í Cherry Heering, rétt eins og Cherry Heering er ómissandi í kokteila eins og Singapore Sling og Blood & Sand, einfaldlega ógerlegt að hrista fram með góðu móti ef téðan kirsuberjalíkjör vantar.

Heimasíður: Globus.is og Heering.com

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið