Frétt
Veitingastaðir eiga að loka dyrum sínum klukkan tíu
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir skýrt að veitingastaðir eigi að loka dyrum sínum klukkan tíu og fólk eigi að vera farið út á þeim tíma. Þá segir hann það ekki sannleikanum samkvæmt að lögreglan hafi beitt hótunum í garð veitingahúsaeigenda.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í upphafi viku gætir óánægju meðal rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna mismunandi skilnings á því hversu lengi veitingastöðum sé heimilt að hafa opið. Lögreglan telur að loka eigi stöðum klukkan tíu að kvöldi og gestir eigi að vera farnir þaðan á þeim tíma. Einhverjir veitingahúsaeigendur telja þó að fólk hafi klukkustund eftir klukkan tíu til þess að klára veitingar og koma sér út.
„Við leituðum eftir skýringum frá heilbrigðisráðuneytinu þegar þessi umræða kom upp og fengum þær skýringar að staðirnir eigi að loka og fólk eigi að vera farið út á þeim tíma sem tekinn er fram í reglugerðinni,“
segir Víðir í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: logreglan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?