Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnaðar breytingar hjá Kaffi Duus – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Kaffi Duus sem staðsett er við Duusgötu 10 í Keflavík hefur verið lokaður undanfarnar vikur vegna breytinga.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafa breytingarnar heppnast einstaklega vel:
Fyrir
Eftir
Um Kaffi Duus
Kaffi Duus var opnað 25. nóvember 1997. Það byrjaði sem lítið kaffihús með sæti fyrir 30 manns, boðið var upp á grillmat og aðra smárétti. Húsið er staðsett við gömlu Duus húsin við smábátahöfnina í Keflavík, með frábæru útsýni yfir höfnina. Bergið og smábátahöfnin fyrir neðan, sjórinn og fjallasýn í fjarska er vel viðrar. Þegar dimmir þá er bergið sem liggur við höfnina upplýst á kvöldin.
Árið 2000 var bætt við 65 sæta hliðarsal með góðu gluggaútsýni yfir smábátahöfnina og bergið, salurinn hefur notið gríðalegra vinsælda meða viðskiptavina okkar.
Í janúar 2008 var svo tekin í notkun nýr salur sem rúmar 65 manns ásamt fundaraðstöðu á efri hæð með sæti fyrir 30 manns, svo alls getur staðurinn tekið á móti 180 manns í sæti.
Húsið býður uppá að vera með allt að þrjá mismunandi hópa í húsinu á sama tíma vegna skiptingu hússins.
Umhverfis húsið er stór og mikil verönd þar sem gestir geta snætt á góðviðrisdögum.
Kaffi Duus opnar kl. 11:00 alla daga vikunnar og býður upp á hádegisverðarseðill frá kl. 11:30 til 14:00, þar sem boðið er upp á fiskrétti, grillrétti, salöt og rjómuðu súpur sem fólk getur fengið í brauði eða í hefðbundinni skál.
Hefðbundinn matseðill er á milli kl. 14:00 til 18:00 með hamborgurum, samlokum, pasta og barnaréttum. Kaffidrykkir, brauðmeti og tertur eru í boði allan daginn.
A La Carte matseðillinn er frá kl 18:00 til 22:00 og þar eru fiskréttir þeirra sérfag.
Myndir: facebook / Kaffi Duus
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka