Viðtöl, örfréttir & frumraun
Leyndarmálið á baki við eitt dýrasta nautakjöt í heimi – Myndband
Kobe nautakjötið, sem framleitt er í Tajima héraði í Japan, er eitt dýrasta nautakjöt í heimi. Kobe vöðvar eru fitusprengdari en gengur og gerist og er einnig með hærra hlutfalli af CLA fitusýrum.
Fóðrun og meðferð gripanna er langt og strangt ferli og er undir miklu eftirliti, en megináhersla er lögð á gæði umfram staðlaða fjöldaframleiðslu á nautakjöti.
Margar sögusagnir eru um að Kobe nautin eru gefin bjór að drekka, en það er ekki rétt samkvæmt ræktendum, aðspurðir um bjórdrykkjuna í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.
Til eru eftirlíkingar á Kobe kjötinu sem framleitt er í Bandaríkjunum, en kílóverðið er töluvert lægra. Á uppboðum selst 440 kg. ekta Kobe-naut í kringum 2 milljónir íslenskra króna. Ekki er vitað hvort íslensk veitingahús bjóða upp á Kobe steikur í dag, en þau hafa vissulega gert það í gegnum tíðina.
Myndir: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?