Frétt
Matarauður Íslands lýkur nú í byrjun desember 2020
Matarauður Íslands er tímabundið verkefni og lýkur nú í byrjun desember 2020.
„Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum til að efla innviðastoðir matar í ferðaþjónustu með þátttöku allra landshluta, styrkja aðgerðir og áhuga á nærsamfélagsneyslu, styðja við vöru- og þjónustuþróun og tefla fram matarmenningu og sérstöðu íslensks hráefnis.“
Segir í tilkynningu frá Matarauði Íslands.
Umræða og áhugi á matvælum sem auðlind hefur breyst síðustu ár og einkennist meira af tengingu við umhverfisvernd, gæði, menningu og tækifæri.
Hér má sjá samantekt um Matarauð og þau verkefni sem unnið var að.
Um Matarauð Íslands
Megin tilgangur Matarauðs Íslands er annars vegar að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar til að auka þekkingu okkar og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastað. Hins vegar að styrkja matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun. Um er að ræða tímabundið verkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem lýkur í desember 2020. Innihald vefsíðunnar verður áfram aðgengileg eftir þann tíma enda hafsjór af fróðleik sem öllum er heimilt að nýta sér.
Mynd: mataraudur.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný