Uppskriftir
Steiktur skötuselur með kræklingi í anisrjóma

Þráinn Júlíusson með dóttur sinni á matreiðslukeppninni Kokkur ársins 2019.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
Aðalréttur fyrir fjóra
Innihald:
920 gr hreinsaður skötuselur
320 gr tígulskornar kartöflur
240 gr fennel (grófskorið eftir endilöngu)
24 stk skrældir aspastoppar (ca.10cm)
24 stk hreinsaðir kræklingar
8 dl rjómi
2 stk tjörnuanis
salt og pipar
sykur
1 msk ósaltað smjör
Aðferð:

Skötuselur er gríðarlega hausstór og kjaftvíður. Neðri kjálkinn nær fram fyrir þann efri. Munnurinn er breiður og nær yfir allt höfuðið og í báðum kjálkum eru hvassar tennur sem allar vísa aftur.
Mynd: úr safni
Skötuselurinn er brúnaður á öllum hliðum í olíu á mjög heitri pönnu og síðan bakaður í ofni í ca.7 mínútur á 200°C.
Kartöflurnar eru skrældar og skornari ca.1cm þykka tígla. Fennelið er skorið í tvennt eftir endilöngu og stilkurinn fjarlægður.
Afgangurinn er skorinn gróft eftirendilöngu sömuleiðis.
Brúnið kartöflurnar og fennelið í smjöri á rólegum hita þar til blandan er elduð í gegn. Kryddið með salti, pipar og örlitlum sykri.
Aspasinn er næst skrældur og skorinn í ca.10cm lengjur. Notið toppana eingöngu. Snöggsjóðið í mjög söltu vatni í ca.3mínútur og setjið strax í ískalt vatn. Rjóminn er soðinn niður til helminga með anisinum og örlitlum pipar.
Síðan er smjörinu bætt út í sósuna. Saltið eftir smekk.
Kræklingurinn er settur í sósuna rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Höfundur er Þráinn Júlíusson matreiðslumaður.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars