Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnaðir Bjórleikar á Sigló – Myndbönd og myndir
Hinir árlegu Bjórleikar Seguls 67 voru haldnir laugardaginn 1. ágúst s.l. á Siglufirði.
Brautin var auðveld og skemmtileg, tekinn var tími hjá keppendum því það var um tímabraut að ræða. Sá sem var fljótastur vann.
Þeir sem unnu í leikunum voru:
1. Halldór Logi Hilmarsson, hann vann einnig 2019
2. Arnar Geir Ásgeirsson
3. Birgir Hrafn Sæmundsson
4. Jóhann Örn Guðbrandsson
Ekki var formlega skráð kvennadeild, en Eyrún Sif Skúladóttir hlaut verðlaun fyrir vasklega framgöngu.
Á meðan að keppnin stóð yfir var boðið upp á bjór og grillaðar Bratwurst pylsur.
Forsvarsmenn Bjórleikanna stefna á að setja meiri púður í bjórleikana á næsta ári.
Fleiri myndir og myndbönd hér.

Marteinn Brynjólfur Haraldsson (t.v.), 36 ára gamall tölvunarfræðingur og einn af eigendum brugghússins Seguls 67 á Siglufirði.

Brugghúsið Segull 67 var sett á laggirnar árið 2015 í gamla frystihúsinu á Siglufirði. Miklar framkvæmdir voru gerðar á húsinu og innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir.
Mynd: facebook / Segull 67.
Vídeó
Myndir og vídeó: trolli.is

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025