Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Vinsæl veitingahús virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu

Birting:

þann

Reykjavík - Bankastræti - LaugavegurÍ júlí sl. könnuðu fulltrúar Neytendastofu hvort verðmerkingar á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu væru í samræmi við  lög og reglur um verðmerkingar. Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu þeirri ferð eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram.

Könnunin leiddi í ljós að  veitingahúsin Vegamót, Restaurant Reykjavík, Grillhúsið og Hamborgarafabrikkan höfðu farið að tilmælum Neytendastofu um úrbætur og bætt verðmerkingar sínar. Hjá Tapashúsinu, Scandinavian Smorrebrod og Braaserie, Kaffi Klassík, Café Bleu, Fiskfélaginu, Kopar, Pisa, Sushisamba og Austurlandahraðlestinni voru verðmerkingar hinsvegar enn ófullnægjandi.

Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort beita skuli þessa tíu veitingastaði sektum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um að koma verðmerkingum í viðunandi horf, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.

 

Mynd: Skjáskot af google korti.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið