Frétt
Laga alla þjónustuna á Siglufirði að Íslendingum
„Þetta er bara enn ein helvítis sveiflan eins og maður þekkir úr sjávarútveginum. Maður er eiginlega búinn að vera í krísustjórnun alla tíð þannig að þetta er ekkert nýtt.“
Með þessum orðum lýsir Róbert Guðfinnsson stöðunni á Siglufirði í samtali við mbl.is, en hann á og rekur Hótel Sigló og þrjá veitingastaði, einn á hótelinu sjálfu og tvo handan smábátabryggjunnar í bænum.
„Við löguðum okkur strax að þörfum Íslendinganna. Veitingastaðurinn Rauðka er núna kominn á fullt í pítsurnar og Hannes Boy er orðinn að ísbúð og kaffihúsi. Fólk er búið að vera sveitt í þessum breytingum en þetta kemur vel út og virkar,“
segir Róbert, en ítarlegri umfjöllun er hægt að lesa á mbl.is hér.
„Hótelreksturinn gengur líka ágætlega þótt það sé enginn peningur í þessu þannig lagað. Í júní var nýtingin 55% og í júlí eru bókanir komnar í 85%. Ágúst er með 55-60% og september lítur ágætlega út en það er ekki alveg að marka þessa mánuði því þetta breytist hratt.“
Róbert segir að róðurinn væri mun þyngri ef eiginfjárstaðan væri ekki sterk.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars